SKILMÁLAR

Skilmálar og skilyrði fyrir byBirtaTheodors.is

 

Velkomin á vefsíðu okkar, byBirtaTheodors.is. Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú eftirfarandi skilmála og skilyrði. Við mælum með að þú lesir þá vandlega áður en þú verslar.

1. Almennar upplýsingar

Allar vörur sem keyptar eru á byBirtaTheodors.is eru unnar með mikilli nákvæmni og gæðum að leiðarljósi. Við leggjum okkur fram við að tryggja að allar vörur standist væntingar viðskiptavina okkar.

2. Afhending

Press on neglur eru sérsniðnar og handgerðar fyrir hverja pöntun. Vegna þessa tekur framleiðsla og afhending að jafnaði 1-2 vikur. Aðrar vörur eru afgreiddar innan venjulegs afhendingartíma, sem er 3-5 virkir dagar.

3. Skil og endurgreiðslur

Press on neglur

Vegna sérsniðinna eiginleika press on naglanna er ekki hægt að skila þeim eða fá þær endurgreiddar. Vinsamlegast tryggðu að allar mælingar og val séu rétt áður en þú gengur frá pöntun.

Aðrar vörur

Aðrar vörur má skila innan 7 daga frá afhendingu, að því tilskildu að þær séu ónotaðar, óopnaðar og í upprunalegu ástandi. Við áskiljum okkur rétt til að hafna skilum ef varan er ekki í því ástandi sem hún var þegar hún var afhent.

Viðskiptavinur ber ábyrgð á sendingarkostnaði við skil nema um gallaða vöru sé að ræða.

Ef varan stenst skilyrði um skil, verður endurgreiðsla afgreidd innan 14 daga frá því að varan hefur borist okkur.

4. Ábyrgð og þjónusta

Ef þú telur að varan þín sé gölluð eða ekki í samræmi við lýsingu, hafðu samband við okkur á birtatheodors@gmail.com innan 14 daga frá móttöku. Við munum skoða málið og bjóða lausn í samræmi við íslensk lög.

5. Persónuvernd

Allar persónuupplýsingar sem þú veitir okkur eru meðhöndlaðar í samræmi við gildandi persónuverndarlög. Við deilum aldrei upplýsingum þínum með þriðja aðila nema til að vinna úr pöntun eða uppfylla lagaskyldu.

6. Lögsaga

Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Öll ágreiningsmál sem upp kunna að koma vegna viðskipta á byBirtaTheodors.is verða leyst í samræmi við íslenskan rétt og undir lögsögu íslenskra dómstóla.

 

Takk fyrir að versla hjá byBirtaTheodors.is! Ef þú hefur einhverjar spurningar eða þarft aðstoð, hafðu samband við okkur á birtatheodors@gmail.com.

Hvernig mælir neglurnar?

Notaðu gegnsætt límband og leggðu það þétt ofan á nöglina þína (til dæmis þar sem örvarnar sýna á myndinni). Passaðu að þrýsta límbandinu inn í hliðarnar á nöglunum svo mælingin verði eins nákvæm og hægt er. Með penna merkirðu breiðasta hluta naglarins, taktu reglustiku og settu límbandið ofan á og teldu millimetrana frá hlið til hlið. Þegar þú ert búin að mæla allar neglurnar þínar, geturðu notað töfluna hér fyrir ofan til að finna hvaða stærðarflokki þær tilheyra.

hvað er ég passa ekki í neitt af þessu?

Ef þú ert ekki viss veldu “custom size” þegar þú setur inn pöntunina. Þá birtist reitur þar sem þú getur slegið inn mælingarnar þínar. Mundu að vera eins nákvæm og mögulegt er – það er gott að bæta 1-2 mm við stærðina ef þú ert ekki viss þá er betra að taka stærri, þar sem hægt er að pússa þær niður ef þær eru of stórar, en ekki er hægt að bæta við ef þær eru of litlar.


Takk fyrir!

Skoða neglur!