SPURNINGAR ♡
1. Hvað eru press on neglur?
Press on neglur eru tilbúnar gervineglur sem auðvelt er að setja á eigin neglur með lími. Þær eru fullkomin lausn fyrir þá sem vilja fallegt nagla look án þess að fara í neglur.
2. Hversu lengi endast press on neglur?
Press on neglur geta enst í allt að 1-2 vikur með réttri umhirðu. Ef þær eru teknar af varlega, er hægt að endurnýta þær allt að 5 sinnum.
3. Get ég sjálf sett á press on neglur?
Já, press on neglurnar eru hannaðar til að vera einfaldar í notkun. Þú þarft bara að fylgja leiðbeiningunum sem fylgja með til að fá professional útlit heima hjá þér.
4. Hvernig finn ég rétta stærð á press on nöglunum?
Til að finna rétta stærð er mælt með að fylgja stærðarleiðbeiningunum okkar. Notaðu límband til að mæla breiðasta hluta naglarins og passaðu að velja stærð sem hentar nákvæmlega.
5. Hvernig fjarlægi ég press on neglur án þess að skemma náttúrulegu neglurnar mínar?
Til að fjarlægja press on neglur skaltu leggja hendur í volgt vatn með sápu í nokkrar mínútur til að mýkja límið. Þá geturðu varlega losað neglurnar án þess að skemma náttúrulegu neglurnar þínar.
Um okkur
Hjá okkur by Birta Theodors finnuru glæsilegt úrval af press on nöglum sem eru hannaðar með hátíðirnar og sérstök tilefni í huga. Press on negurnar eru handgerðar með einstöku auga fyrir smáatriðum. þær eru auveldar í notkun og þæginlegar. Fullkomin lausn fyrir þá sem vilja fallegar neglur án þess að fara í neglur. Kíktu á úrvalið og finndu stíl sem hentar þér.